Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Borðar hreindýr eða gæs á páskadag
Sunnudagur 5. apríl 2015 kl. 07:00

Borðar hreindýr eða gæs á páskadag

Sólný Pálsdóttir, 7 barna grindvísk móðir.

Á að ferðast eitthvað yfir páskahelgina?

Aldrei þessu vant ætla ég að vera heima um páskana. Ég ætla að njóta þess að vera með strákunum mínum og gera eitthvað skemmtlegt með þeim bæði úti og inni enda svo margt hægt að gera í Grindavíkinni góðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áttu þér einhverjar hefðir sem tengjast páskunum?

Það er alltaf mikið fjör á páskadagsmorgun þegar fjölskyldan fer að leita að páskaeggjum út um allt hús. Þegar foreldrar mínir voru á lífi fórum við til  þeirra í sumarbústaðinn á Þingvöllum og leituðum að páskaeggjum sem pabbi hafði falið um allan garð. Þá fengu allir litlar körfur sem þeir söfnuðu alls konar eggjum í og hann skemmti sér manna best.    

Hvað er borðað á þínu heimili á páskadag?

Villibráð er vinsælust á heimilinu enda er ég svo heppinn að maðurinn minn er mikill veiðimaður. Fjölskyldan á eftir að ákveða hvort við borðum hreindýr eða gæs á páskadag. 

Hvernig páskaegg ætlar þú að fá þér í ár?

Mér dugar ekkert minna en stærsta páskaeggið frá Nóa síríus!