Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Borðað úti í blíðunni í Keflavík - margir ferðamenn á svæðinu
Laugardagur 25. júní 2011 kl. 14:34

Borðað úti í blíðunni í Keflavík - margir ferðamenn á svæðinu

Það er ekki oft sem veitingahúsagestir í Keflavík hafa tækifæri á að borða úti við en þau hafa þó gefist í blíðunni undanfarna daga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veitingastaðurinn Thai Keflavík er með borð og stóla fyrir utan staðinn á Hafnargötunni og þar hafa gestir setið undanfarna daga og notið matarins utan dyra.

Veðurspáin fyrir næstu daga er ágæt og því fleiri tækifæri til að njóta blíðunnar á Suðurnesjum. Margir ferðamenn eru á svæðinu og hafa verið áberandi á götum bæjarins sem og á vinsælum túristastöðum.

Það er ljúf stemmning í blíðunni og góð tilbreyting að geta borðað úti eða fengið sér drykk.

Þessir ferðamenn nutu blíðunnar við sjávarsíðuna í Keflavík.