Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bónus færir Reykjanesbæ Hlutverk
Föstudagur 31. ágúst 2007 kl. 10:28

Bónus færir Reykjanesbæ Hlutverk

Jóhannes Jónsson afhjúpaði í gær verkið Hlutverk eftir listahópinn Norðanbál sem er gjöf frá Bónus.

Verkið er unnið á ljósastaura við Fitjarnar í Njarðvík og myndar þannig karla sem halda á ljóskerum í tilefni af Ljósanótt.

Við athöfnina fluttu ávarp Jóhannes Jónsson og Björk Guðjónsdóttir forseti bæjarstjórnar sem þakkaði fyrir hönd íbúa Bónus fyrir gjöfina. Við athöfnina spilaði listahópur frá Veraldarvinum sem starfa í Reykjanesbæ á Ljósanótt og Karlakór Keflavíkur flutti nokkur lög.

Dagskránni lauk á mikilli flugeldasýningu á Kambi í nýju hverfum Reykjanesbæjar en sett hafa verið upp ljós á manngerðu fjallinu sem líkjast hrauneflu. Með flugeldasýningunni voru nýir íbúar boðnir velkomnir, bæði í Tjarnahverfi og Dalshverfi en einnig á Vallarheiði.

 

www.rnb.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024