Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bónorðið eftirminnilegasta jólagjöfin
Föstudagur 21. desember 2018 kl. 14:17

Bónorðið eftirminnilegasta jólagjöfin

Karen Ásta Friðjónsdóttir situr í stjórn Special Olympics á Íslandi sem umsjónarmaður fjölskyldna. Framundan eru heimsleikar SO á næsta ári sem verða haldnir í Abu Dhabi og því nóg að gera í undirbúningi fyrir leikana. Þrátt fyrir það gefur Karen sér tíma fyrir jólin, enda mikið jólabarn.

Ertu mikið jólabarn?
Já, mikið jólabarn og ég held að fjölskyldan geti samþykkt það.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áttu einhverja sérstaka minningu frá jólum?
Ein af skemmtilegu minningunum er frá því fyrir austan er komið var saman heima hjá frænda mínum og dansað í kringum jólatréð – og jólasveininn kom í heimsókn með góðgæti.

Hvað er ómissandi á jólum?
Það sem er ómissandi er frómasinn og ísinn, gamlar og góðar uppskriftir frá henni mömmu.

Hvað finnst þér skemmtilegast um jólahátíðina?
Að elda og njóta með fjölskyldunni.

Bakar þú smákökur fyrir jólin?
Bóndakökur og randalínur (lagtertur) verða alltaf að vera til fyrir jólin.

Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?
Er búin að kaupa alla jólagjafir. Byrja snemma og vil vera búin fyrir desember.

Hvenær setjið þið upp jólatré?
Jólatréð fær að fara upp um miðjan desember.

Eftirminnilegasta jólagjöfin?
Bónorð frá bóndanum.

Hvenær eru jólin komin fyrir þér?
Fyrsta í aðventu, þá kemur værðin yfir mig og jólaskrautið fær að koma úr geymslu.