Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bóndadagsmatseðill hjá Duus
Miðvikudagur 18. janúar 2006 kl. 13:03

Bóndadagsmatseðill hjá Duus

Bói á Duus verður með veglegan Bóndadagsmatseðil n.k. föstudag en þá er Bóndadagur. „Við verðum með sérstakan Bóndadagsmatseðil á föstudaginn kemur en matseðill hússins verður einnig í gangi,“ sagði Bói í samtali við Víkurfréttir í dag. „Meðal þess sem verður á matseðlinum verður humarfylltur skötuselur með grænmeti og kartöflum en Bóndadagsmatseðillinn er með fjölbreyttum humarréttum,“ sagði Bói. Þeir sælkerar sem hafa unun af sjávarfangi ættu því ekki að missa af Bóndadeginum á Kaffi Duus.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024