Boltaleikur og beðið eftir vorinu!
Ung stúlka var í boltaleik framan við hársnyrtistofuna Edilon á Túngötu í Keflavík á skírdag og kastaði körfubolta til vinkonu sinnar. Skammt þar frá var beðið eftir vorinu í mestu rólegheitum.....!Gömul garðsláttuvél, sem hugsanlega hefur sungið sitt síðasta, stóð úti í túni á kafi í hvítri mjöll og beið þess sem koma mun. Hvort hún fær að kynnast vorinu áður en hún lendir á haugunum skal ósagt látið. Það gæti þurft mörg handtök til að koma henni í gang þessari þegar það tekur að grænka í vor!