Bolta-lukka knattspyrnudeildar Keflavíkur
Kvennaráð knattspyrnudeildar Keflavíkur stendur nú fyrir fjáröflun í formi happdrættis með mörgum veglegum vinningum. Meðal vinninga er Ipad frá Omnis, jakki frá 66°Norður, gjafaaskja frá Bláa Lóninu, mánaðarkort frá Sporthúsinu og inneign hjá HS veitum ofl. Í tilkynningu eru velunnarar beðnir um að styðja við bakið á stelpunum í meistaraflokki og 2. flokki með því að fá sér miða. Miðaverð er 1000 krónur og dregið verður 17. desember. Hægt að hafa samband á [email protected] til að nálgast miða.