Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 9. nóvember 2001 kl. 10:06

Bókmenntir, saga og tónlist á Bókasafninu næsta mánuðinn

Mikið verður að gerast á Bókasafninu næstu vikur. Flesta fimmtudaga fram í desember verður eitthvað á dagskrá sem tengist bókmenntum, sögu eða tónlist. Dagskráin er ekki aðeins bundin við fimmtudaga og er hún birt hér með fyrirvara um breytingar ef þurfa þykir. Bókasafnið verður miðpunktur þessara uppákoma en stundum þarf þó að færa dagskráratriðin fram í Kjarna. Allir eru velkomnir á þessar samkomur svo lengi sem húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.
12. nóv. kl. 18.00 verður sérstök dagskrá í upphafi norrænnar bókasafnsviku
Umsjón og upplýsingar; Bókasafnið, menningarfulltrúi og Norræna félagið á Suðurnesjum.
15. nóv. kl. 20.00 kemur norræn vísnahljómsveit sem leikur fyrir Suðurnesjamenn.
Umsjón og upplýsingar; Bókasafnið, menningarfulltrúi og Norræna félagið á Suðurnesjum.
22. nóv kl. 20.00. verður leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, Boðorðin 9 kynnt.
Umsjón og upplýsingar; Bókasafnið, Miðstöð símenntunar og menningarfulltrúi.
1. des. er jólasögustund þar sem brúðuleikarinn Bernd Ogrodnik kemur í heimsókn. Umsjón og upplýsingar; Bókasafn Reykjanesbæjar.
6. des. kl. 20.00 Fornminjar á Suðurnesjum. Kynning á þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á fornminjum á Suðurnesjum. Umsjón; Byggðasafn Suðurnesja og menningarfulltrúi.
8. des. Bókakonfekt. Rithöfundar koma í heimsókn og lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Umsjón; Bókasafnið, menningarfulltrúi og Miðstöð símenntunar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024