Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bókmenntakvöld í Garði
Miðvikudagur 22. október 2014 kl. 09:25

Bókmenntakvöld í Garði

Bókmenntakvöld verður í bóksafninu í Garði fimmtudaginn 23. október kl. 20:00 Suðurnesjakonan Kristrún Guðmundsdóttir bókmenntafræðingur, skáld og kennari ætlar að lesa upp úr verkum sínum og ræða við viðstadda um verk sín sem mörg hver tengjast Suðurnesjunum. Auk þess mun hún lesa nokkur ljóð úr nýrri ljóðabók sem kemur út á næsta ári.

Bókasafnið í Garði er til húsa í Gerðaskóla. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Bókmenntakvöld eru samstarfsverkefni almenningsbókasafnanna á Suðurnesjum og styrktir af Menningarráði Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024