Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bókmenntaganga í Reykjanesbæ á morgun
Miðvikudagur 2. október 2013 kl. 17:00

Bókmenntaganga í Reykjanesbæ á morgun

Starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar býður í bókmenntagöngu fimmtudaginn 3. október í tilefni af Heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ. Gangan hefst við Ráðhús kl. 17:00 og áætluð göngulok eru um kl. 18:45. Boðið verður upp á hressingu í göngulok.

Gengið verður um bæinn og stoppað við staði sem hægt er að tengja bókmenntaverkum, ljóðum, dæturlagatextum, ævisögum eða ritum og lesið stutt brot. Í leiðinni verður einnig sögufróðleikur.

Gengið verður frá Ráðhúsi, Kirkjuveg að Norðfjörðsgötu, Norðfjörðsgötu, Hafnargötu að Skólavegi, Skólaveg að Sunnubraut, Sunnubraut, Tjarnargötu og að Ráðhúsi. Veðurspá er fín fyrir seinnipart fimmtudags og gangan er létt, svo það er ekki fyrirstaða fyrir þátttöku. Allir eru velkomnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024