Bókmenntadagskrá í Vogum
Í tilefni Norrænu bókasafnsvikunnar stendur Norræna félagið í Vogum í samvinnu við bókasafn sveitarfélagsins fyrir dagskrá mánudaginn 14. nóvember frá kl. 20-21.
Lesið verður upp úr norrænum bókmenntatextum, Rokkað í Vittula eftir Mikael Niemi og Í búðinni hans Mústafa eftir Jakob Martin Strid.
Boðið verður upp á hressingu og gefst gestum kostur á að skoða norrænar bækur og ýmislegt annað sem þeim tengist.
Þema Norrænu bókasafnsvikunnar er að þesssu sinni norrænn húmor og eru íbúar á Norðurlöndunum hvattir til þess að hlægja saman, lesa saman og hlýða á upplestur.
Dagskráin hefst á bókasafninu við Tjarnargötu stundvíslega kl. 20:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Stjórn Norræna félagsins í Vogum og Már Einarsson bókavörður.