Bókin lifir
Útlánatölur Bókasafns Reykjanesbæjar sýna að notkun safnsins er að breytast. Nú koma fleiri til að leyta sér upplýsinga og nota aðra þjónustu safnsins án þess að útlánum hafi fækkað svo nokkru nemi.
„Fólk notar mikið tölvurnar hjá okkur og þá bæði netið og ritvinnsluna. Við erum með sértölvu fyrir börn, sem Sparisjóðurinn gaf á sínum tíma. Þar geta börnin fengið að fara í uppbyggilega tölvuleiki“, segir Hulda Björk Þorkelsdóttir forstöðumaður safnsins. Hún segir einnig mikið vera um að nemendur framhalds- og háskóla komi á safnið og vanti þá ýmis konar aðstoð.
„Almenningur kemur líka mikið til okkar til að fá upplýsingar um allt milli himins og jarðar. Fólk er orðið meðvitað um að á bókasafninu er hægt að fá upplýsingar, ekki eingöngu afþreyingu. Við tölum t.d. ekki lengur bara um bækur, heldur safngögn, því öll form miðla þykja orðið sjálfsögð á bókasöfnum í dag“, segir Hulda Björk en hún hefur þó engar áhyggjur af framtíð bókarinnar og telur hana eiga eftir að halda velli sem öflugur miðill.
„Það hefur ekkert lát orðið á að fólk leigi sér bækur. Næsta kynslóð vill kannski frekar lesa af tölvuskjá, en ég hef ekki trú á að bókin hverfi. Aukin útgáfa á netinu hefur ýmsa kosti fyrir Íslendinga, sem er lítið málasamfélag og því borgar sig oft ekki að þýða t.d. fræðibækur því það er mjög dýrt og markaðurinn lítill. Slíkt efni verður þá hægt að gefa út á netinu en fagurbókmenntir og önnur listarverk verða áreiðanlega áfram gefin út á pappír.“
„Fólk notar mikið tölvurnar hjá okkur og þá bæði netið og ritvinnsluna. Við erum með sértölvu fyrir börn, sem Sparisjóðurinn gaf á sínum tíma. Þar geta börnin fengið að fara í uppbyggilega tölvuleiki“, segir Hulda Björk Þorkelsdóttir forstöðumaður safnsins. Hún segir einnig mikið vera um að nemendur framhalds- og háskóla komi á safnið og vanti þá ýmis konar aðstoð.
„Almenningur kemur líka mikið til okkar til að fá upplýsingar um allt milli himins og jarðar. Fólk er orðið meðvitað um að á bókasafninu er hægt að fá upplýsingar, ekki eingöngu afþreyingu. Við tölum t.d. ekki lengur bara um bækur, heldur safngögn, því öll form miðla þykja orðið sjálfsögð á bókasöfnum í dag“, segir Hulda Björk en hún hefur þó engar áhyggjur af framtíð bókarinnar og telur hana eiga eftir að halda velli sem öflugur miðill.
„Það hefur ekkert lát orðið á að fólk leigi sér bækur. Næsta kynslóð vill kannski frekar lesa af tölvuskjá, en ég hef ekki trú á að bókin hverfi. Aukin útgáfa á netinu hefur ýmsa kosti fyrir Íslendinga, sem er lítið málasamfélag og því borgar sig oft ekki að þýða t.d. fræðibækur því það er mjög dýrt og markaðurinn lítill. Slíkt efni verður þá hægt að gefa út á netinu en fagurbókmenntir og önnur listarverk verða áreiðanlega áfram gefin út á pappír.“