Mánudagur 22. febrúar 2010 kl. 14:54
Bókaspjall og ættfræði á bókasafninu
Bókmenntaunnendur hittast á bókasafninu í Reykjanesbæ þriðjudaginn 2. mars 2010 kl. 20 og spjalla saman um áhugaverðar bækur.
Á sama tíma hittast einnig félagar af Suðurnesjum í Ættfræðifélaginu og ræða saman um ættfræði.
Allir áhugasamir eru velkomnir.