Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Bókasafnið 55 ára í dag
Fimmtudagur 7. mars 2013 kl. 12:04

Bókasafnið 55 ára í dag

Flytja á Tjarnargötu 12 síðar á árinu

Bæjar- og héraðsbókasafn Keflavíkur var opnað 7. mars 1958 í húsakynnum Myllubakkaskóla. Bókasafnið á því 55 ára afmæli og því er fagnað með myndum og minjum úr sögu safnsins í dag. Aðeins tveir forstöðumenn hafa stýrt safninu á þessum 55 árum, Hilmar Jónsson 1957-1992 og sitjandi forstöðumaður Hulda Björk Þorkelsdóttir frá 1992.

Undanfari bókasafna voru lestrarfélag sem starfrækt voru víðsvegar um landið. Í Reykjanesbæ voru lestrarfélög í Keflavík, Njarðvík og Höfnum. Lög um almenningsbókasöfn voru samþykkt árið 1955 og ári síðar var Bókasafn Njarðvíkur stofnað og Bæjar- og héraðsbókasafn Keflavíkur árið 1958 eins og fyrr var getið. Lestrarfélagið í Höfnum hélt áfram starfsemi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bókasafn Reykjanesbæjar varð svo til árið 1994 þegar sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir voru sameinuð í eitt og bókasöfn sveitarfélaganna einnig. Starfsemi safnsins byggir á hugmyndafræði gömlu lestrarfélaganna, þ.e. „að eiga saman og skiptast á að nota“. Þó tækniframfarir hafi auðveldað almenningi aðgang að upplýsingum þá eru söfn í dag náma fróðleiks á margvíslegu formi og notendahópur þeirra fjölbreyttur.

Síðar á þessu ári mun Bókasafn Reykjanesbæjar fagna öðrum tímamótum. Þá verður starfsemin flutt að Tjarnargötu 12 þar sem kjarnaþjónusta bæjarins er til húsa. Áætlaður flutningur er í sumarbyrjun.