Bókasafn Reykjanesbæjar: Skessumamma á uppskeruhátíð sumarlesturs
Uppskeruhátíð sumarlesturs verður haldin á Bókasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 13. september kl. 11:00. Lestrarkóngur og lestrardrottning verða krýnd, auk þess sem ýmis önnur dugnaðarverðlaun verða veitt. Herdís Egilsdóttir höfundur bókanna um Siggu og skessuna ætla að heiðra börnin með nærveru sinni, ræða við þau um mikilvægi lesturs og lesa nýju bókina, Sigga og skessan á Suðurnesjum, þar sem meðal annars kemur fram hvernig á því stóð að skessan flutti til Reykjanesbæjar.
Vel á þriðja hundrað börn hafa tekið þátt í sumarlestrinum í ár og bókasafnið hefur iðað af lífi í allt sumar. Hver og einn hefur lesið frá 1 bók og upp í 74, en áhersla hefur verið lögð á það frá upphafi að sumarlesturinn sé ekki keppni, heldur fær hver og einn að njóta sín á sínum forsendum. Allir hafa notið sama ágóða og fengið hvatningarverðlaun eftir hverjar þrjár lesnar bækur.
Allir eru velkomnir á uppskeruhátíð sumarlesturs.