Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bókasafn Reykjanesbæjar: Bækur í boðgöngu
Mánudagur 3. október 2011 kl. 12:02

Bókasafn Reykjanesbæjar: Bækur í boðgöngu


Í dag kl. 16 verða bækur ræstar út frá Bókasafni Reykjanesbæjar í boðgöngu í tilefni af heilsu- og forvarnarviku sem hófst í dag, 3. október. Nokkrir íbúar úr íþrótta- og menningarlífinu, sem þekkt er fyrir hreysti og heilsueflingu ætla að halda af stað út í mannhafið með bók í hönd.

Eftir lestur bókarinnar verður hún látin ganga til annars íbúa, ættingja, vinar, kunningja eða nágranna sem það vill deila bókinni með og þannig gengur hún frá lesanda til lesanda út vikuna. Ferðalag bókanna verður skráð á þar til gert eyðublað fremst í hverri bók.

Bókasafn Reykjanesbæjar -heilsulind hugans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024