Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bókalúga opnuð í Bókasafni Sandgerðis
Smári Guðmundsson, lestrarhestur reið á vaðið og fékk skipt út lesnum bókum . Sá var sæll og glaður! Við ætlum að viðhalda ítrustu varnaraðgerðum, afhenda bækur í pokum og þvo og spritta eins og enginn sé morgundagurinn, segir á Fésbókarsíðu safnsins.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 23. mars 2020 kl. 16:53

Bókalúga opnuð í Bókasafni Sandgerðis

„Bókalúga“ hefur verið opnuð í Bókasafni Sandgerðis. Bækur eru nú afgreiddar í gegnum lúguna sem er við innganginn á safninu.

Um tilraun er að ræða og verður þjónustan með þeim hætti að bókasafnið verður opið á hefðbundum opnunartíma, mánudaga til fimmtudaga frá kl.08.15 til kl. 17.30 og frá kl.08.15 til 12.00 á föstudögum og á þeim tíma munu starfsmenn safnsins taka við pöntunum og afgreiða pantanir í gegnum Bókalúguna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á Fésbókarsíðu safnsins segir:

Til þess að fá lánaðar bækur er hægt að:

- hringja í síma 425 3110

- senda tölvupóst á netfangið [email protected]

- senda línu á facebooksíðu safnsins sem ber heitið Bókasafn Sandgerðis

Bækurnar verða svo afgreiddar í gegnum Bókalúguna sem er við innganginn á safninu.

Við vonum að íbúar Suðurnesjabæjar nýti sér þessa þjónustu en fátt er betra en að grípa í góða bók þegar maður þarf að dreifa huganum.

Bókalúgan opnaði mánudaginn 23. mars en hægt er að byrja að eiga samskipti og leggja inn pantanir á bókum. Við hlökkum til þess að heyra frá ykkur!

Þær fréttir voru einnig að berast að Rafbókasafnið var að bæta við bókatitlum í safnið hjá sér. Ef þú átt bókasafnskort þá er ekki úr vegi að líta á úrvalið á https://rafbokasafnid.overdrive.com/.

Við minnum á að allir íbúar Suðurnesjabæjar eiga þess kost að fá frítt kort að safninu.