Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bókakynning á Hótel Keili í kvöld
Mánudagur 8. desember 2008 kl. 12:19

Bókakynning á Hótel Keili í kvöld



Reikimeistarinn og metsöluhöfundurinn Maxine Gaudioi kynnir lífsspeki sína og metsölubókina „Ferðalagið að kjarna sjálfsins“ á Hótel Keili í Keflavík í kvöld kl. 20.

Max er velþekkt í heimalandi sínu og nú einnig hér, enda hefur hún haldið fjölda uppbyggjandi fyrirlestra í fyrirtækjum, og hjálpað einstaklingum að ná tökum á streitu og álagi. Heilunarkraftur max og jákvæð lífsýn hefur kennt mörgum að virkja sína eigin hæfileika til að öðlast jafnvægi og hamingju og gera lífið innihaldsríkara.
„Ég gerði Max að fararstjóra á ferðalagi mínu um andlega heima. Því er þessi bók um líf hennar og starf nú komin út á íslensku. Vonandi verður hún til þess að fleiri leggja upp í ferðalag og finni sinn fararstjóra,“ segir Jón Ólafsson, Keflvíkingur og athafnamaður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024