Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bókakonfekt á laugardaginn
Miðvikudagur 29. nóvember 2006 kl. 17:06

Bókakonfekt á laugardaginn

Hið árlega Bókakonfekt Bókasafns Reykjanesbæjar, menningarfulltrúa og MSS verður í Bíósal Duushúsa laugardaginn 2. desember kl. 16:00.
Höfundarnir Einar Már Guðmundsson, Kristín Steinsdóttir og Ævar Örn Jósepsson lesa úr nýútkomnum bókum sínum og Magga Stína og félagar syngja lög Megasar af nýútkominni plötu.
Penninn-Eymundsson mun selja bækur höfundanna á staðnum og boðið verður upp á kaffi og konfekt í hléi.
Enginn aðgagnseyrir og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024