Boðið upp á teygjustökk fyrir ofurhuga
Á Ljósanæturhátiðinni er hugsað vel um að þjóna ofurhugum bæjarins, sem og öðrum gestum. Á föstudeginum verður Teygjustökk á Keflavíkurtúni og verður teygjan strekkt klukkan 18, en opið verður að minnsta kosti til miðnættis. Á laugardeginum verður einnig boðið upp á Teygjustökk á sama stað og geta fyrstu gestir farið að stökkva um hádegi, en það verður hægt til miðnættis. Þeir ofurhugar sem stökkva í Teygjustökkinu fá óvæntan glaðning frá Café Duus.Á laugardeginum munu svo ofurhugar sýna listir sínar á Mótorcross hjólum á Ægisgötu við Miðbryggju og Sæþotukappar svífa um sjóinn fyrir utan smábátahöfnina frá 15-18.