Blústónleikar í Virkjun
Blúsbandið The Lame Dudes halda blústónleika fyrir skjólstæðinga og velunnara Virkjunar fimmtudagskvöldið 7. apríl næstkomandi.
Á dagskrá kvöldsins eru meðal annars lög af nýjum geisladisk hljómsveitarinnar, Hversdagsbláminn, sem væntanlegur er í sölu um miðjan mánuðinn.
The Lame Dudes hefur verið starfrækt í ein fimm ár og spilar blús og blússkotna tónlist. Hljómsveitin hefur spilað á Blúshátíðum Blúsfélags Reykjavíkur, Blúshátíð Norden Blues í Rangárþingi, Stofnfundi Blúsfélags Suðurnesja auk fjölda annarra tónleika á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Hljómsveitina skipa Hannes Birgir Hjálmarsson söngvari, Snorri Björn Arnarson - gítar, Jakob Viðar Guðmundsson - bassi, Kolbeinn Reginsson - gítar og Niels Peter Scharff Johannson - trommur.
Húsið opnar kl 20. Aðgangseyrir er 500 kr.