Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Blue Lagoon hádegisbrunch til styrktar og heiðurs
 ÍF
Miðvikudagur 26. september 2012 kl. 14:41

Blue Lagoon hádegisbrunch til styrktar og heiðurs
 ÍF

Hádegisbrunch að hætti matreiðslumeistara Bláa Lónsins verður í boði  laugardaginn 29. september kl 12.00  í Bláa Lóninu. Öll innkoma vegna viðburðarins rennur til Íþróttasambands fatlaðra.

Ólympíufararnir verða  á staðnum og söngkonan vinsæla, Bríet Sunna, mun flytja nokkur lög.
Verð er 3.900 krónur fyrir fullorðna, 1.950 krónur fyrir 7-12 ára börn. Frítt fyrir 6 ára og yngri. Boðskort í Bláa Lónið er innifalið í verði fyrir þá sem bóka fyrir kl. 16.00 föstudaginn 28. september.

Bláa Lónið og Íþróttasamband Fatlaðra gerðu með sér samstarfssamning fyrir Ólympíumót Fatlaðra í London í sumar. Samningurinn er til fjögurra ára og gildir fram yfir Ólympíumót Fatlaðra í Ríó 2016.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024