Blótað á Garðskaga í kvöld
Ásatrúarfólk á Suðurnesjum heldur blót á Garðskaga í kvöld en þá fer fram Landvættablót samtímis í öllum landsfjórðungum.
Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði mun standa fyrir blóti við Garðskagavita og á eftir verður safnast saman á Flösinni sem er safn og kaffishús við vitann.
Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði blótar á Þingvöllum í Almannagjá. Í Vestlendingafjórðungi mun Jónína K. Berg Þórsnessgoði standa fyrir blóti í Hafnarskógi undir Hafnafjalli og í Norðlendingafjórðungi mun Árni Einarsson hofgoði halda blót við sólúrið í Kjarnaskógi við Akureyri.