Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 14. október 2008 kl. 15:53

Bloodgroup og Skátar á Paddy’s

Hljómsveitirnar Bloodgroup og Skátar verða með tónleika á Paddy´s miðvikudaginn 15. október kl.21:30. Eru þetta síðustu tónleikar sveitanna í tónleikaferð um landið sem ber yfirskriftina ELSKUMST Í EFNAHAGSRÚSTUNUM og er farin í samstarfi við Rás 2.

Það er óhætt að lofa hörku tónleikum með dansvænu ívafi en Bloodgroup sló einmitt í gegn á Hróarskeldu og var smellurinn þeirra Hips again í gríðarlegri spilun í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einnig munu koma fram hljómsveitirnar Sykur og DLX ATX . Það kostar litlar 1000 krónur inn og er 18 ára aldurstakmark.