Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Blómstrandi mannlíf í VF á morgun
Miðvikudagur 23. september 2009 kl. 11:13

Blómstrandi mannlíf í VF á morgun


Sextán síðna blaðauki Víkurfrétta undir heitinu Blómstrandi mannlíf, fylgir blaðinu á morgun. Í öllu dægurþrasinu um Icesave, kreppu og þrengingar í samfélaginu vill bera minna á því jákvæða sem er að gerast í mannlífinu því þrátt fyrir allt er fólk að sýsla við uppbyggjandi viðfangsefni. Blaðaukanum er ætlað draga fram það jákvæða og hafa Víkurfréttir hug á að gefa hann reglulega út á komandi mánuðum ef viðbrögð verða góð.

Í Blómstrandi mannlífi  á morgun segjum við frá afar áhugaverðri heimsókn á Garðvang, förum í forvitnilega söguskoðun í tilefni af 80 ára afmæli íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur og kíkjum á karla í Vogunum sem eyða frístundum sínum í að gera upp fornbíla. Heilsað verður upp á gamlar fótboltakempur í Grindavík, við sýnum myndir frá réttarstemmningu og margt fleira.

Við hverjum íbúa á Suðurnesjum til að senda okkur ábendingar um áhugavert efni sem ætti heima í Blómstrandi mannlífi.

Netföngin okkar eru:
[email protected]
[email protected]
[email protected]
[email protected]
Síminn 421 0002

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir aðilar sem vilja auglýsa í blaðaukanum eða gerast bakhjarlar er bent á að setja sig í samband við Gunnar Einarsson í síma 421 0001, netfang [email protected]