Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 29. mars 2000 kl. 14:54

Blómstrandi lilja

-í fermingu Sigríðar Jóhannesdóttur,alþingismanns árið 1957Sigríður Jóhannesdótir, alþingismaður, fermdist á sumardaginn fyrsta fyrir rúmlega fjörutíu árum síðan en dagurinn er henni engu að síður í fersku minni. „Ég var búin að ímynda mér að það yrði óskaplega gott veður, en svo var snjór og ókræsilegt veður. Það urðu mér mikil vonbrigði.“ Þessi fyrsti sumardagur var ekki einungis merkilegur fyrir þær sakir að Sigríður Jóhannesdóttir fermdist heldur var skipt úr vetrartíma yfir í sumartíma þá um nóttina. Sú breyting olli nokkrum misskilningi því vinkona Sigríðar og hennar fjölskylda mættu klukkustund of seint í ferminguna. Sigríður er ekki í vandræðum með að lýsa fermingarfötunum. „Ég var í bláum kjól sem frænka mín saumaði á mig. Hún var kjólameistari og kjóllinn var ægilega fínn“, segir Sigríður en þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem fermingarbörn voru í kyrtlum við ferminguna. „Við vorum öll í eins kirtlum við athöfnina, sem var svolítið nýstárlegt þá.“ Sigríður segir að feykilegur spenningur hafi verið í mannskapnum fyrir altarisgönguna. „Við héldum að við værum að fara á meiriháttar fillirí. Við vorum búin að mikla þetta svo fyrir okkur í samtölum við aðra. Svo var maður búinn að heyra að oblátan límdist upp í manni og að þetta væri allt saman alveg hræðilegt. Þegar allt kom til alls var altarisgangan ekkert merkileg.“ Fermingarveislan er Sigríði einnig minnisstæð. „Veislan var haldin seinni partinn og ég man að ég fékk margt fínt og fallegt að gjöf. Sérstaklega var ég ánægð með reiðhjól sem ég fékk frá föðursystkinum mínum. Ég held ég hafi setið á því það sem eftir var dagsins“, segir Sigríður og hlær af minningunni. „Mamma útbjó kalt borð fyrir gestina. Peningar voru takmarkaðir en mamma lagði fram það sem hún gat. Þegar kom að því að kaupa blóm þá voru peningarnir búnir, en á þessum tíma voru engin greiðslukort til. Mamma átti eina lilju sem hún setti á mitt veisluborðið. Liljan blómstraði einmitt þennan dag og það eru til myndir af borðinu þar sem liljan er afskaplega tignarleg.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024