ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Mannlíf

Blómamarkaður Systrafélagsins opinn um helgina
Laugardagur 2. júní 2007 kl. 14:15

Blómamarkaður Systrafélagsins opinn um helgina

Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju opnaði í gær sinn árlega blómamarkað. Þetta er 26. árið sem blómamarkaðurinn er haldinn og er hann orðinn fastur liður í hugum margra bæjarbúa. Mörgum finnst sumarið fyrst komið þegar Systrafélagskonur hefja sölu sína.

Þetta er aðal fjáröflunarleið Systrafélagsins, en félagið notar ágóðann til að styrkja starf Ytri-Njarðvíkurkirkju og vonast til þess að sem flestir komi og geri góð kaup. Eins og undanfarin ár verður m.a. boðið upp á sumarblóm, rósir og runna og auðvitað er alltaf heitt á könnunni.

Markaðurinn verður við kirkjuna og er opinn frá 13 - 17 í dag og á morgun.

 

VF-mynd/Þorgils: Frá markaðnum í dag

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25