Sunnudagur 26. maí 2024 kl. 10:14
Blómamarkaður Lionsklúbbsins Æsu við Ytri-Njarðvíkurkirkju
Blómamarkaður Lionsklúbbsins Æsu verður við Ytri-Njarðvíkurkirkju dagana 28. til 30. maí frá klukkan 15:00 til 18:00. Allur ágóði af blómasölunni rennur óskiptur til líknarmála. Heitt verður á könnunni alla daga. Lionsklúbburinn Æsa hefur styrkt ýmis málefni og fært gjafir á starfsárinu.