Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Blómakot best skreytta húsið
Þriðjudagur 28. desember 2010 kl. 09:43

Blómakot best skreytta húsið

Blómakot Guðfinnu Bogadóttur var valið best skreytta húsið í Grindavík 2010. Guðfinna fékk 20.000 kr. verðlaun frá HS Orku og HS Veitum en það var Víðir Sveins Jónsson, verkefna- og kynningarstjóri, sem afhenti henni verðlaunin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölmargar tilnefningar bárust um best skreytta húsið en Blómakotið fékk lang flestar og því var það létt verk fyrir dómnefndina að komast að niðurstöðu. Það sem einkennir skreytingu Blómakotsins er fyrst og fremst einfaldleiki og hversu stílhrein og í raun látlaus lýsingin er. Guðfinna sagðist hafa fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð við skreytingunni í ár og segist hún þegar vera komin með hugmyndir í kollinn hvernig hún ætli að bæta í á næsta ári.

Það var Grindavík Experience og Jólablað Grindavíkur sem stóð fyrir þessu skemmtilega framtaki um best skreytta húsið.

Í Blómakoti kennir ýmissa grasa hjá Guðfinnu eins og blóm og skemmtileg gjafavara við öll tækifæri.

Þorsteinn Gunnarsson formaður dómnefndar, Guðfinna og Víðir Sveins Jónsson frá HS Orku.