Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 24. janúar 2003 kl. 12:59

Blómakona á bóndadegi

Á hverjum föstudegi kemur Marsibil Baldursdóttir á blómabíl frá Vatnsholti í Villingadalshreppi og leggur fyrir utan skemmtistaðinn Stapa. Marsibil hefur lagt leið sína á Suðurnes af og til á föstudögum í 3 ár og er hún ánægð með viðtökur Suðurnesjamanna: „Ég er með kartöflur úr Þykkvabænum og blóm úr Hveragerði. Það hafa verið seldar hér kartöflur og blóm í yfir 50 ár og kúnnarnir mínir eru tryggir,“ sagði Marsibil í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024