Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Blokkar vinkonurnar á Snapchat ef vinnan kallar
Föstudagur 4. ágúst 2017 kl. 10:57

Blokkar vinkonurnar á Snapchat ef vinnan kallar

-Kristjana Margrét Snorradóttir

Hvað ætlarðu að gera um Verslunarmannahelgina?
„Verslunarmannahelgin í ár gæti verið vinnuhelgi svo ég hef ekki verið að gera stór plön. Mögulega tek ég sunnudagskvöldið í dalnum en það kemur í ljós.“

Ertu vanaföst um Verslunarmannahelgina eða breytirðu reglulega til?
„Síðustu sex ár hef ég farið á þjóðhátíð í Eyjum svo það verður mjög erfitt að sjá á eftir vinkonum mínum fara í ár og mögulega ekki fara með. Það er ákveðinn skellur en það er alltaf næsta ár. Í versta falli blokka ég þær á Snapchat.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin til þessa og af hverju?
„Ætli það sé ekki árið 2013 þegar við vinkonurnar týndum hvorri annarri í dalnum og fundum svo loks hvor aðra eftir víðamikla leit. Okkur datt í hug að það væri frábær hugmynd að binda okkur saman en það gekk ekki betur en svo að við skiptumst á að draga hvora aðra um dalinn. Sama kvöld grét hún hamingjutárum þegar kveikt var á blysunum í brekkunni.“

Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina?
„Að vera umkringd góðum vinum, ekki spurning!“

Hvað ertu búin að að gera í sumar?
„Ég byrjaði sumarið á að heimsækja vinkonu mína sem er í skiptinámi í Berlín. Þar áttum við yndislega viku saman. Í sumar hef ég einnig starfað sem flugfreyja hjá WOWair.“

Hvað er planið eftir sumarið?
„Eftir sumarið held ég vonandi áfram að vinna samhliða fjarnámi mínu í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri.“