Blogg: Söguganga um Garð
Guðmundur í Garðinum skellti sér í göngu.
Á Sólseturshátíðinni, sem fram fór alla þarsíðustu viku í Garðinum, var boðið upp á sögugöngu undir leiðsögn Ásgeirs Hjálmarssonar. Ásgeir þekkir söguna í Garðinum vel, en hann var frumkvöðull að byggðasafninu á Garðskaga og forstöðumaður þar í mörg ár. Um 50 manns hittust hjá Nesfiski þar sem Ásgeir byrjaði að segja frá lífinu í Gerðum upp úr aldamótunum 1900.
Sögugöngunni eru gerð góð skil í nýjustu bloggfærslu Guðmundar í Garðinum og fylgir fjöldi mynda með. Nokkrar þeirra má einnig sjá hér.
Ásgeir Hjálmarsson.
Fróðleiksþyrstur og vaskur gönguhópur.