Blóðugur söngleikur á fjalir Frumleikhússins
Leikfélag Keflavíkur stendur í ströngu eins og alltaf, verkefni vorsins hefur verið valið og er um að ræða nýstárlegan og meinfyndinn söngleik byggðan á kvikmyndunum Evil Dead sem runnu sitt blómaskeið á níunda áratug síðustu aldar.
Verkið var upphaflega frumflutt í Toronto og voru sýndar um 400 sýningar áður en ákveðið var að setja það upp á Broadway þar sem búist er við því að það njóti fádæma vinsælda líkt og annar staðar.
Leikstjóri verksins að þessu sinni er Guðmundur L. Þorvaldsson. Fyrsti samlestur á verkinu fer fram fimmtudaginn 22. janúar og hefst klukkan 20:00 í Frumleikhúsinu að Vesturbraut 17 í Keflavík. Eðli sýningarinnar vegna var tekin ákvörðun um að hafa aldurstakmark 16 ára að þessu sinni.
VFmynd/pket - Frá leiksýningunni Sex í sveit, sem LK setti upp í haust við góðar undirtektir.