Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Blöðrur í þúsunda tali upp í loft við setningu tíundu Ljósanætur
Fimmtudagur 3. september 2009 kl. 11:41

Blöðrur í þúsunda tali upp í loft við setningu tíundu Ljósanætur


Ljósanótt í Reykjanesbæ var sett í 10. sinn við Myllubakkaskóla í morgun  þegar nemendur í leik- og grunnskólum slepptu 2000 blöðrum.

Nemendur allra leik- og grunnskóla komu í skrúðgöngu frá sínum skóla og tengist gangan og setningin friði, gleði og fjölmenningu. Eins og áður voru skrúðgöngurnar líflegar m.a. með litum skólanna, fánum og trommuslætti. Steinþór Jónsson formaður ljósanefndar kynnti dagskrána og Árni Sigfússon bæjarstjóri setti Ljósanótt 2009. Gítar Myllos ásamt nemendum sungu tvö lög þar með talið Meistari Jakob sem sungið var á þremur tungumálum. Ljósnótt í Reykjanesbæ 2009 er þar með hafin og framundan  fjölbreytt dagskrá alla helgina. Á þessari Ljósanótt eru tónlistarviðburðir í öndvegi en annars er dagskráin fjölbreytt af menningarviðburðum ýmiskonar og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
---


VFmynd/elg - Frá setningarathöfn Ljósanætur í morgun. Tvö þúsund blöðrum var sleppt í loftið.
-

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024