Blóðrautt sólarlag við Faxaflóa
Sólarlagið í Garðinum getur verið yfirnáttúrulegt og að því komst myndatökumaður okkar í gærkvöldi. Í sömu mund og sólin settist á bakvið Snæfellsjökulinn sigldi seglskip með fjögur möstur inn Faxaflóann með stefnu á Reykjavík. Í kjölfarið fylgdi íslenskur togari með afla úr lögsögunni.Blóðrauður himininn bar þess merki að í vændum væri fallegur dagur sem raunin varð á en næstu dagar munu einkennast af blíðviðri og léttskýjuðu veðri og því gefast örugglega fleiri dagar til að mynda sólarlagið á Garðskaga og víðar á Suðurnesjum.
Myndband með sólarlags- og seglskútumyndum eru í Vefsjónvarpi Víkurfrétta.
Myndataka og klipping: Hilmar Bragi Bárðarson





