Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Blóðbankabíllinn í heimsókn í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 18. október 2011 kl. 17:05

Blóðbankabíllinn í heimsókn í Reykjanesbæ

Blóðbankinn var á ferðinni í Reykjanesbæ í dag og þegar blaðamaður Víkurfrétta leit inn þá var biðröð blóðgjafa sem beið þess að komast á bekkinn alræmda. Að sögn hjúkrunarfræðinganna sem starfa í Blóðbankanum höfðu um 50 manns gefið blóð í dag en þá var klukkan um 4. „Traffíkin hefst alltaf þá,“ sagði ein þeirra og ætla má að fleiri hafi komið eftir það að gefa blóð.

Þeir sem að hafa áhuga á að gefa blóð þurfa að vera heilsuhraustir og á aldrinum 18-60 ára. Nánari upplýsingar um ferðir blóðbankabílsins má nálgast á heimsíðunni www.blodbankinn.is





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024