Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bliss hjá Jazzfjelaginu
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 23. mars 2022 kl. 09:45

Bliss hjá Jazzfjelaginu

Föstudagskvöldið 25. mars mætir píanóleikarinn Benjamín Gísli Einarsson með bandið Bliss frá Noregi og leikur fyrir gesti í Bókasafni Suðurnesjabæjar í Sandgerði.

Bandið var stofnað haustið 2019 og hefur síðan spilað víða um Noreg, Danmörku og nú í fyrsta sinn á Íslandi. Tónleikarnir eru hluti af útgáfutúr fyrstu plötu Bliss „Dramaqueen“ sem er gefin út af norska plötufyritækinu Jazzland Recordings.

Bliss Quintet
Oscar Andreas Haug, trompet
Zakarias Meyer Øverli, saxophone
Benjamín Gísli Einarsson, piano
Gard Kronborg, bass
Rino Sivathas, drums

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og vanalega er aðgangur ókeypis á tónleika Jazzfjelags Suðurnesjabæjar