Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Blikandi diskóstjörnur mættar í Andrews
Guðbrandur framkvæmdastjóri ásamt tónlistarmönnunum Jóhönnu Guðrúnu, Stefaníu Svavars og Pétri Erni í Andrews Theater.
Mánudagur 27. ágúst 2018 kl. 15:36

Blikandi diskóstjörnur mættar í Andrews

„Æfingar hafa gengið mjög vel enda er þessi hópur settur saman af frábærum tónlistarmönnum sem hafa unnið saman áður,” segir Guðbrandur Einarsson, framkvæmdastjóri stórtónleikanna Með Diskóblik í auga, sem haldnir verða í Andrews Theater á Ásbrú yfir Ljósanæturhátíðina. Tónleikarnir eru nú haldnir áttunda árið í röð en uppselt er á frumsýninguna næstkomandi miðvikudag.


Hörkuduglegar aðstoðarkonur mættar upp í Andrews að hjálpa til.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í ár er tónlistarþemað diskó. „Þessi tónlist leynir talsvert á sér og er erfiðari að spila en margir halda enda er þessi tegund tónlistar að mestu leyti unnin í hljóðverum,“ segir Guðbrandur, en á sviðinu verður einvala lið hljóðfæraleikara, bakraddasöngvara og dansara. Stjörnur sýningarinnar eru engar aðrar en Stefanía Svavars, Jóhanna Guðrún, Pétur Örn og Valdimar.

„Þetta er bara gaman og það verður mikið stuð á þessum sýningum, því lofa ég og get staðið við það,” segir Guðbrandur í samtali við Víkurfréttir.

Áhugasamir geta nálgast miða á sýningarnar tvær á sunnudeginum á midi.is