Blíðviðrið lék við hátíðargesti

Þátttaka í hátíðarhöldum dagsins var almennt góð á Suðurnesjum. Veðrið var líka ákjósanlegt til hátíðarhalda, hæg breytileg átt og hlýtt. Nú síðdegis þykknaði upp með skúrum og má búast lítilsháttar skúrum í kvöld. 
Dagskráin í Keflavík í dag tókst vel en skemmtun í skrúðgarðinum hefst kl. 20:30 og stendur til miðnættis. Þar stíga á svið Léttsveit TR, Ástþór Óðinn, Gunni Þórðar, Ingó töframaður og Íslenska sveitin. 
VFmyndir/elg




 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				