Blésu til sóknar og framleiða bolluvendi
Það er mikið fjör þessa dagana á Hæfingarstöðinni að Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ. Hæfingarstöðin er dagþjónusta fyrir fólk með fatlanir eldra en 18 ára. „Við höfum tekið að okkur verkefni frá utanaðkomandi aðilum, stofnunum eða fyrirtækjum en jafnhliða því hefur staðurinn einnig þróað sína eigin framleiðslu,“ sagði Fanney St. Sigurðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi Hæfingarstöðvarinnar.
Í samdrætti undanfarinna missera lendir það oft á litlum stöðum líkt og Hæfingarstöðinni að missa verkefni. Því blésu þau til sóknar og nýjasta afurð þeirra eru bolluvendir. Bakaríin í Reykjanesbæ ætla að taka að sér sölu á vöndunum og kosta þeir aðeins 500 kr. stk. Öll innkoma af verkefninu rennur svo óskert til þjónustunotenda og það verður gaman að sjá hvað þau taka sér næst fyrir hendur.
VF-Mynd - [email protected]