Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bláu Hljóma-augun skína skært í Stapa!
Fimmtudagur 1. apríl 2004 kl. 10:25

Bláu Hljóma-augun skína skært í Stapa!

Bláu augun þín skinu skært á frumsýningu nemenda Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Stapa sl. föstudag. Þessi söngleikur um vinsælustu hljómsveit Íslandssögunnar, Hljóma úr Keflavík, er stórskemmtileg. Hljómarnir sjálfir sem voru viðstaddir frumsýningu að undanskildum Gunnari Þórðarsyni, voru mjög ánægðir með söngleikinn.
Þorsteinn Eggertsson, textahöfundur margra vinsælla laga þekkir tónlistarsögu Keflavíkur mjög vel og sérstaklega það sem tengist Hljómum. Hann samdi söngleikinn og býr til Hljómasögu þar sem margir koma við sögu.
Söngleikurinn er skemmilega uppbyggður með sögufólki sem hittist á kaffihúsi og fer að rifja upp sögu þessarar vinsælustu hljómsveitar Íslands, fyrr og síðar. Á stóra sviðinu í Stapa sjá áhorfendur svo söguna gerast í máli og söng og auðvitað öll bestu lögin. Önnur sýning var í gærkvöldi og næstu sýningar eru í kvöld, á morgun og nk. mánudagskvöld. Sýningarnar eru opnar öllum og miðasala er í Hljómvali og í Stapa. Þetta er sýning sem allir Hljómaaðdáendur verða að sjá og frammistaða Fjölbrauta-Hljómanna er frábær en alls taka um 100 manns þátt í sýningunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024