Bláu augun þín frumsýnd á morgun
Söngleikurinn Bláu augun þín, sem er byggður á sögu hinnar keflvísku hljómsveitar Hljóma, sem var vinsælasta hljómsveit landsins um langt skeið á 7. áratug síðustu aldar verður frumsýndur í Stapanum á morgun, föstudag. 2. sýning verður 31. mars, 3. sýning verður 1. apríl og 4. sýning verður 2. apríl. Sýningarnar hefjast allar klukkan 20.
Myndin er tekin við undirbúning söngleiksins. VF-ljósmynd: Héðinn Eiríksson.
Myndin er tekin við undirbúning söngleiksins. VF-ljósmynd: Héðinn Eiríksson.