Blásið til Ferskra vinda í Garði í þriðja sinn
Listahátíðin Ferskir Vindar verður nú haldin í þriðja sinn og mun hátíðin hefjast 21. desember nk. og standa til 26. janúar 2014.
Þema hátíðarinnar í ár er „víðáttan“ og markar það útgangspunkt fyrir listafólkið sem streymir að úr öllum heimshornum í Garð. Von er á fjölda listafólks úr öllum listgreinum allstaðar að úr heiminum, eða um 45-50 listamönnum af um það bil 20 þjóðernum.