Blái herinn styrkir Björgunarsveitina Sigurvon
Umhverfissamtökin Blái herinn færði Björgunarsveitinni Sigurvon þakkar- og gjafabréf ásamt eitthundrað þúsund krónum til tækjakaupa fyrir óeigingjarnt starf við hreinsunarverkefni í Sandgerði árið 2006. Það er von Bláa hersins að samleið þessa tveggja félagasamtaka eigi eftir að liggja oftar saman með nánari stuðningi og velvilja í verkefnum sem nýtist báðum aðilum.
Á myndinni sést Guðmundur Ólafsson formaður Bj.sv.Sigurvonar taka við bréfinu og styrknum af Tómasi J. Knútssyni.
Mynd MHK/Víkurfréttir
Á myndinni sést Guðmundur Ólafsson formaður Bj.sv.Sigurvonar taka við bréfinu og styrknum af Tómasi J. Knútssyni.
Mynd MHK/Víkurfréttir