Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Blaðamenn VF hlupu 1. apríl
Þriðjudagur 1. apríl 2008 kl. 15:03

Blaðamenn VF hlupu 1. apríl

Í dag er 1. apríl og þá er til siðs að láta menn hlaupa í tilefni dagsins. Þó svo við á Víkurfréttum séum ekki mikið að hrekkja lesendur okkar, þá lögðu ritstjóri og fréttastjóri VF á ráðin í morgun um að láta blaðamenn Víkurfrétta hlaupa 1. apríl. Þar sem Röstin í Reykjanesbæ komst í fréttirnar í síðustu viku þegar sérsveit Ríkislögreglustjóra réðst þar til inngöngu í leit að erlendri glæpaklíku, var ekki úr vegi að senda blaðamennina aftur á staðinn í morgun með kvikmynda- og ljósmyndavélar þar sem sérsveitin væri aftur mætt á svæðið grá fyrir járnum.


Blaðamennirnir Þorgils Jónsson og Ellert Grétarsson skelltu sér í útkallið í morgun. Enga sáu þeir sérsveitina og ekki urðu þeir heldur varir við ljósmyndara á vegum Víkurfrétta, sem greip þá glóðvolga í leit sinni að sérsveitarmönnum.


Þegar blaðamennirnir komu niðurlútir í hús eftir að hafa verið plataðir upp úr skónum, sögðust þeir hafa haft grun um að verið væri að plata þá. Þeir voru þó ekki vissari er svo að þeir tóku aukahring framhjá Röstinni, ef það gæti verið að þeir hafi verið á undan sérsveitinni á staðinn!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Blaðamenn Víkurfrétta hlaupa 1. apríl í morgun.