Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bláberjamaðurinn skapaði listaverk með sultum
Miðvikudagur 25. ágúst 2010 kl. 16:17

Bláberjamaðurinn skapaði listaverk með sultum

Listamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson er íbúum Reykjanesbæjar vel kunnur af athafnasemi í lista-og menningarlífi bæjarins. Hann er nú búsettur í Noregi, samur við sig í listinni og skortir hvergi hugmyndir. Hann opnaði í gær sýninguna Jam namm namm í Molde í Noregi en öll verkin eru unnin með mismunandi marmelaði og sultum. Einnig flutti Guðmundur Rúnar gjörningaverkið „Bláberjamaðurinn” þar sem hann makaði sjálfan sig bláberjamauki og verður þar með eitt verkið á þessari sérstæðu sýningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjá nánar hér:
http://www.facebook.com/gudmundur.ludviksson