Bláalónsþáttur Britain's Next Top model sýndur í kvöld
Ný sería af hinum vinsæla sjónvarpsþætti Britain's Next Top Model hefur göngu sína á Living TV í Bretlandi í kvöld. Þátturinn er að mestu leyti tekinn upp á Íslandi. Huggy Ragnarsson, ljósmyndari og fyrrum fyrirsæta myndaði stúlkurnar í ævintýralegu umhverfi Bláa Lónsins. Ýtarlega umfjöllun um myndatökuna má finna á vefsvæði breska tímaritisins Daily Mail en blaðamaður blaðsins fylgdist með tökunum.
Smellið hér til að skoða umfjöllunina á heimasíðu Daily Mail.