Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bláa lónið: Menningarlegir miðvikudagar í maí
Sunnudagur 11. maí 2008 kl. 14:29

Bláa lónið: Menningarlegir miðvikudagar í maí

Maímánuður verður á menningarlegum nótum í Bláa lóninu. Alla miðvikudaga í maí kl. 19.30 verður menningarlegur viðburður á dagskrá fyrir baðgesti Bláa lónsins. Síðasta miðvikudag kom danshópur frá danssmiðju Íslenska Dansflokksins til að flytja hluta úr dansverkinu Tímarúm á bökkum Bláa lónsins þar sem samspil dansara, tíma og rúms var höfuðinntak verksins.

Blúshljómsveitin Klassart mun svo stíga á stokk næsta miðvikudag, þann 14. maí en þá munu forsprakkar hljómsveitarinnar þau Smári og Fríða Dís Guðmundsbörn vera á rólegu nótunum og flytja vel valin lög sem slá vel í takt við umhverfi Bláa lónsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þann 21. maí verður einstök stemmning í Bláa lóninu þegar Gradualekór Langholtskirkju kemur fram en hann samanstendur af stúlkum á aldrinum 14-18 ára og hefur vakið mikla athygli fyrir einstaka túlkun á íslenskum verkum.


Leikarinn Bergur Ingólfsson mun síðan slá botninn í menningarlegu dagskrána þann 28. maí með bráðskemmtilegri frumsamdri “bullu” sem hann ætlar að flytja bæði á íslensku og ensku.


Gert er ráð fyrir að öll dagskráin fari fram utandyra þar sem gestir geta fylgst með á meðan þeira slaka á ofan í lóninu. Í tilefni menningarlegu miðvikudaganna mun Lava veitingastaðurinn bjóða upp á spennandi matseðil.


Sunnudaginn 18. maí verður einnig helgaður listum og menningu þegar Íslenska vasafélagið verður með óvænta, gamansama og upplýsandi tónlistaruppákomu í Bláa lóninu sem fer umhverfis jörðina á 18 mínútum. Uppákoman hefst kl. 21.00 og af því tilefni verður Bláa lónið opið lengur þennan dag.


Hér má lesa nánar um þessa viðburði.