Bláa lónið kynnir samstarf við Unni Birnu
Bláa lónið kynnti samstarf við Unni Birnu Vilhjálmsdóttur á glæsilegu konukvöldi sem haldið var í verslun Bláa lónsins fimmtudaginn 4. nóvember. Unnur Birna mun koma fram í nýjum auglýsingum Bláa lónsins auk þess að taka þátt í kynningarviðburðum.
Unnur Birna stundar Mastersnám í lögfræði við háskólann í Reykjavík. Hún var valin ungfrú heimur árið 2005 og var kynningarstjóri íslenska skálans á heimssýningunni í Sjanghæ sem lauk núna í haust. En Bláa lónið var á meðal þátttakenda í heimssýningunni.