Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bláa Lónið hf færir Stígamótum jólagjöf
Föstudagur 26. desember 2003 kl. 18:20

Bláa Lónið hf færir Stígamótum jólagjöf

Í stað þess að senda jólakort styrkti Bláa Lónið hf  Stígamót um kr 200.000,-  Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins hf., færði Stígamótum gjöfina. Grímur sagði við þetta tækifæri að samtökin hefðu staðið sig ákaflega vel og ættu gjöfina fyllilega skilið.
Díana Sigurðardóttir, Bergrún Sigurðardóttir og Rúna Jónsdóttir tóku á móti gjöfinni fyrir hönd Stígamóta og sögðu hana koma sér ákaflega vel á tímum flutninga og breytinga. Þær sögðu það jafnframt mjög hvetjandi að skynja þann hug og skilning sem að slíkri gjöf býr.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024